Í þættinum sjáum við Erlen og Lúkas fara í fyndna grettukeppni í styttugarðinum. Kristín og Arnór leggja af stað í tjaldferðalag og Hildur og Alexander finna risastórt net og ákveða að útbúa hengirúm. Í Málinu taka Ingvar og Birta á móti keppendum sem láta reyna á þekkingu sína á íslensku tungumáli.
Ný útgáfa af Stundinni okkar þar sem krakkar eru þáttastjórnendur. Þátturinn samanstendur af fjölbreyttum smáseríum og við förum meðal annars á verkstæði þar sem ímyndunaraflið ræður ríkjum, sjáum krakkaútgáfu af spurningaþættinum Kappsmáli, kynnumst vísindunum á bak við ýmis hversdagsleg fyrirbæri og komumst að því hvað er fyndið. Aðalkynnar þáttarins eru Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen en auk þeirra kemur fjöldi annarra krakka fram í þáttunum. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir.