Stundin okkar 2017 – þessi með lampanum og draugasögunni

Í þættinum í dag förum við í heimsókn á Stokkseyri, heyrum hryllingssöguna Hvar eru jólin? og búum til lampa sem virkar! SLÍMIÐ er á sínum stað og það er aldrei að vita nema Gunnar Helgason rithöfundur og fyrrum stjórnandi Stundarinnar dúkki upp.

Þátttakendur:

Alexander Elvarsson

Kristinn Georg Guðnason

Sigrún Iða Guðmundsdóttir

Thelma Eir Ólafsdóttir

Inga Sóley Kjartansdóttir

Oliver Tumi Oliversson

Bjartur Einarsson

Agla Elín Davíðsdóttir

Orri Eliasen les söguna Hvar eru jólin? Eftir Gunnlaug Jón Briem úr bókinni Eitthvað illt á leiðinni er.

Ritstjórn: Markús Már Efraím

Í Stundinni okkar hittir Sigyn Blöndal skemmtilega krakka um allt land. Stórhættuleg spurningakeppni, grænar slímgusur, furðuverur og ævintýri, stórfurðulegar íþróttagreinar, skapandi þrautir og sögur eftir krakka sem lifna við. Það getur allt í gerst í Stundinni okkar! Dagskrárgerð: Sindri Bergmann Þórarinsson og Sigyn Blöndal.

Birt 14. janúar 2018aðgengilegt á vef til 1. desember 2021

Þættir