Sögur - þættir um skapandi skrif – Fjórði þáttur

Í þessum fjórða þætti kemur verðlaunaleikstjórinn hún Ísold Uggadóttir til okkar og aðstoðar Ingvar við það að skrifa stuttmyndahandrit. Sævar Helgi, Stjörnu-Sævar kemur í sófann til Birtu og Ingvar spjallar við Jón Jónsson um bækur, lestur og skapandi skrif. Alþingiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir okkur frá uppáhaldsbókinni sinni og mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir og forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir keppa í spurningakeppninni Ertu klár? Sara Hjördís Guðnadóttir Hansen les fyrir okkur hryllingssöguna sína: Eitthvað óhreint og bókaormurinn Sölvi Þór Jörundsson segir okkur frá því hvað hann er að lesa þessa dagana. Við skyggnumst á bak við tjöldin við gerð myndarinnar Dimmi hellirinn eftir Arthur Lúkas Soffíuson og svo sjáum við myndina í heild sinni.

Umsjón:

Birta Hall

Ingvar Wu Skarphéðinsson

Sigyn Blöndal

Dagskrárgerð & handrit:

Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson

Skemmtilegir þættir þar sem við fáum sagnasérfræðinga til að skrifa með okkur sögur, sjáum stuttmyndir skrifaðar af krökkum, fylgjumst með því hvernig þær verða til og heyrum af uppáhalds barnabókum þekktra einstaklinga. Ingvar Wu og Birta Hall sjá svo um æsispennandi spurningakeppni þars sem allt getur gerst. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Menntamálastofnun.

Birt 29. apríl 2018aðgengilegt á vef til 31. desember 2025

Þættir