Sögur - þættir um skapandi skrif – Þriðji þáttur

Birta og Markús Már Efraím skrifa saman sögu um vampírur og Melkorka Sjöfn úr Áttunni og Unnsteinn Manuel tónlistarmaður koma í spjall til krakkanna í Á tali. Jón Jónsson sjónvarps- og tónlistarmaður og Vilborg Arna pólfari og klifurköttur koma í spurningakeppnina Ertu klár? og Steinunn Margrét les fyrir okkur hryllingssöguna sína sem heitir Veran. Bergrún Íris og Ævar Þór gefa okkur góð ráð varðandi skapandi skrif og bókaormurinn Viktoría Rós segir okkur frá því hvað hún er að lesa í dag.

Umsjón:

Birta Hall

Ingvar Wu Skarphéðinsson

Sigyn Blöndal

Dagskrárgerð:

Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson

Þættirnir eru unnir í samstarfi við Menntamálastofnun.

Skemmtilegir þættir þar sem við fáum sagnasérfræðinga til að skrifa með okkur sögur, sjáum stuttmyndir skrifaðar af krökkum, fylgjumst með því hvernig þær verða til og heyrum af uppáhalds barnabókum þekktra einstaklinga. Ingvar Wu og Birta Hall sjá svo um æsispennandi spurningakeppni þars sem allt getur gerst. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Menntamálastofnun.

Birt 22. apríl 2018aðgengilegt á vef til 31. desember 2025

Þættir