Sögur - þættir um skapandi skrif – Fyrsti þáttur

Í þættinum skrifa þeir Ingvar og Gunnar Theodór saman draugasögu, við hittum rapparann Arnar Frey og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og heyrum af uppáhalds bókunum þeirra, sjáum tvær stuttmyndir byggðar á sögum eftir krakka og förum í æsispennandi spurningakeppni með þeim Konna og Melkorku úr Áttunni.

Fjörugur og fjölbreyttur þáttur um lestur, bækur og skapandi skrif.

Umsjón:

Birta Hall

Ingvar Wu Skarphéðinsson

Sigyn Blöndal

Handrit og dagskrárgerð:

Sigyn Blöndal & Sindri Bergmann Þórarinsson

Skemmtilegir þættir þar sem við fáum sagnasérfræðinga til að skrifa með okkur sögur, sjáum stuttmyndir skrifaðar af krökkum, fylgjumst með því hvernig þær verða til og heyrum af uppáhalds barnabókum þekktra einstaklinga. Ingvar Wu og Birta Hall sjá svo um æsispennandi spurningakeppni þars sem allt getur gerst. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Menntamálastofnun.

Birt 8. apríl 2018aðgengilegt á vef til 31. desember 2025

Þættir