Krakkastígur – Grundarfjörður

Grundarfjörður er bær á norðanverðu Snæfellsnesi - stendur í miðjum firði umkringdur fallegum fjöllum. Kirkjufell er eitt frægasta fjall Íslands ef ekki bara í heimi og er alveg rosalega flott. Það hafa fundist mikið af fornleifum á þessu svæði og því vitað að hér var byggð frá landnámi og mikið um að vera hérna á víkingaöld - en það er líka nóg um að vera á Grundarfirði þessa dagana og þar hittum við þrjá hressa krakka: Haukur Smári Ragnarsson Hanna María Guðnadóttir Alfreð Ragnar Ragnarsson

Krakkastígurinn ferðast um landið og hittir hressa og káta krakka. Þau fræða okkur um bæinn sinn, þjóðsögur af svæðinu, lífið og tilveruna og t.d. hvaða ofurkrafta þau myndu vilja hafa. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.

Birt 19. janúar 2018aðgengilegt á vef til 18. apríl 2021

Þættir