Krakkastígur – Selfoss

Við heimsækjum Selfoss og lærum nýjan leik með skemmtilegum krökkum sem búa þar. Það er ýmislegt hægt að bralla þar og við heyrum af skessu í Ölfusá og Pokemon. Krakkarnir sem við hittum á Selfossi heita: Bergþór Óli Unnarsson, Embla Dís Gunnarsdóttir, Guðrún Birna Kristjánsdóttir, Jón Valgeir Guðmundsson og Victoria Ann Vokes.

Krakkastígurinn ferðast um landið og hittir hressa og káta krakka. Þau fræða okkur um bæinn sinn, þjóðsögur af svæðinu, lífið og tilveruna og t.d. hvaða ofurkrafta þau myndu vilja hafa. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.

Birt 19. janúar 2018aðgengilegt á vef til 18. apríl 2021

Þættir