Krakkastígur – Kirkjubæjarklaustur

Við heimsækjum Kirkjubæjarklaustur og skemmtilega krakka þar. Bjarni sýnir okkur töfrabrögð og hann getur líka baulað alveg eins og kýr. Á Klaustri er hæðsta tré á Íslandi - hvað ætli það sér hátt? Krakkarnir sem við hittum á Kirkjubæjarklaustri heita: Hrafntinna Jónsdóttir, Ásgeir Örn Sverrisson og Bjarni Dagur Bjarnason.

Krakkastígurinn ferðast um landið og hittir hressa og káta krakka. Þau fræða okkur um bæinn sinn, þjóðsögur af svæðinu, lífið og tilveruna og t.d. hvaða ofurkrafta þau myndu vilja hafa. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.

Birt 19. janúar 2018aðgengilegt á vef til 18. apríl 2021

Þættir