Krakkastígur – Hvammstangi

Við heimsækjum Hvammstanga og kynnumst skemmtilegum krökkum þar. Rakel kemur á hestinum sínum og Bragi trommar fyrir okkur. Ýmsar þjóðsögur eru af svæðinu og krakkarnir segja okkur meðal annars frá ótrúlegum hrúti. Krakkarnir sem við hittum þar heita: Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, Rakel Gígja Ragnarsdóttir, Þórólfur Hugi Tómasson og Bragi Hólmar Guðmundsson.

Krakkastígurinn ferðast um landið og hittir hressa og káta krakka. Þau fræða okkur um bæinn sinn, þjóðsögur af svæðinu, lífið og tilveruna og t.d. hvaða ofurkrafta þau myndu vilja hafa. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.

Birt 19. janúar 2018aðgengilegt á vef til 18. apríl 2021

Þættir