Hvar erum við núna? – Norðausturland

Í þessum þætti ferðumst við um Norðausturland, frá Langanesi og alveg að Siglufirði, þar sem miðnætursólin sest ekki! Sérfræðingur þáttarins kemur frá höfuðstað Norðurlands, en það er Albert Gísli frá Akureyri, en við lærum líka heilmargt um önnur bæjarfélög á svæðinu og jafnvel um heimkynni trölla og jólasveina. Þjóðsaga þáttarins fjallar um Grettir sterka og hvernig honum tókst að sigrast á tröllunum í Goðafossi. Veistu hvers vegna Goðafoss heitir Goðafoss? Hlustaðu vel á þáttinn og þú gætir fengið forskot í spurningakeppninni í lokin!

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga í löngum bílferðum um Ísland. Þjóðsögur, bílaleikir, fróðleiksmolar og krakkar sem eru sérfræðingar um sitt heimasvæði gefa okkur góð ferðaráð. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um svæðið...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Birt 16. júní 2020aðgengilegt á vef til 16. júní 2021

Þættir