Hlustaðu nú! – Í ljósi krakkasögunnar - Anne Frank

Þetta er sagan af Önnu Frank, stelpunni sem neyddist til að fara í felur þegar stríð geisaði í heimalandi hennar. Í meira en tvö ár bjó fjölskylda Önnu í leyniíbúð bakvið bókaskáp á vinnustað pabba hennar. Þar skrifaði Anna í dagbók. Þessi dagbók var gefin út eftir að hún dó og er í dag frægasta dagbók allra tíma.

Í þættinum heyrast brot úr Dagbók Anne Frank í þýðingu Ólafs Rafns Jónssonar.

Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.

Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.

Og hlustaðu nú!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Birt 10. mars 2021aðgengilegt á vef til 10. mars 2022

Þættir