Hlustaðu nú! – Í ljósi krakkasögunnar - Puyi keisarastrákur

Þetta er sagan af Puyi, síðasta keisaranum í Kína sem var aðeins tveggja ára þegar hann var gerður að keisara. Hann var örugglega dekraðasta barn mannkynssögunnar en þurfti svo að afsala sér keisaraveldinu þegar hann var sex ára. Þá þurfti hann að læra að sjá um sig sjálfur...og muna að sturta niður sjálfur þegar hann var búinn á klósettinu.

Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.

Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.

Og hlustaðu nú!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Birt 24. febrúar 2021aðgengilegt á vef til 24. febrúar 2022

Þættir