Hlustaðu nú! – Ung tónskáld í Upptaktinum - Sigrún og Birta Dís

Upptakturinn eru tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna þar sem þau fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir að tónverkum, fullvinna þau með aðstoð tónskálda og heyra þau svo flutt af atvinnutónlistarfólki í fullbúnum tónleikasal. Í þessum þáttum kynnumst við öllum tólf tónskáldunum sem tóku þátt í Upptaktinum í Hörpu árið 2020 og hitum þannig upp fyrir Upptaktinn árið 2021.

Sjötti þáttur:

Sigrún Ólafsdóttir (13 ára) og verkið hennar ?Norðurljósadans".

Birta Dís Gunnarsdóttir (13 ára) og verkið hennar ?8:15".

Tónverkin sem heyrast í þættinum voru flutt af hljómsveit Upptaktsins í Norðurljósum í Hörpu, þriðjudaginn 16. júní árið 2020. Í hljómsveit Upptaktsins eru Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Hjalti Nordal, Herdís Anna Jónsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Gunnlaugur Torfi Stefánsson, Grímur Helgason, Jóhann Ingi Benediktsson, Kristján Hrannar Pálsson og Sigurður Ingi Einarsson.

Bríet syngur lagið 8:15.

Iðunn Einarsdóttir, tónsmíðanemi, aðstoðaði við útsetningu verkins Norðurljósadans og Katrín Arndísardóttir, einnig tónsmíðanemi, aðstoðaði við útsetningu verksins 8:15.

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.

Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.

Og hlustaðu nú!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Birt 10. febrúar 2021aðgengilegt á vef til 10. febrúar 2022

Þættir