Hlustaðu nú! – Krakkaskaupið

Þetta er síðasti þáttur ársins 2020 og því er viðeigandi að fjalla um mál málanna í lok ársins- Krakkaskaupið!

Krakkaskaupið er gert af krökkum fyrir krakka og fullorðna og er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld, kvöldið fyrir gamlársdag, klukkan 19:40. Við fjöllum því um krakkaskaupið og það sem var var fyndnast árið 2020. Síðan fjöllum við aðeins um áramóta og þrettándahefðir - hvernig tengjast álfar áramótunum?

Viðmælendur úr Krakkaskaupinu:

Berglind Alda Ástþórsdóttir

Mikael Emil Kaaber

Hermann Guðmundsson

Guðjón Daníel Bjarnason

Baldvin Ísleifur Óskarsson

Sérfræðingur í álfum og áramótum: Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.

Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.

Og hlustaðu nú!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Birt 30. desember 2020aðgengilegt á vef til 30. desember 2021

Þættir