Hlustaðu nú! – Hvað eru Ingdís Una og Jakob að hlusta á?

Í þessum þætti kynnumst við Ingdísi Unu sem á sér uppáhalds lag með Ed Sheeran sem fáir þekkja og Jakobi sem fékk einusinni lag á heilann og söng það í marga daga þangað til bróðir hans bað hann vinsamlegast að hætta!

Ingdís Una Baldursdóttir mælir með:

Supermarket Flowers - Ed Sheeran

Husavik - úr Eurovision myndinni

Just the way you are - Bruno Mars

Jakob Magnússon mælir með:

Barfly - Jeff Who

Godzilla - Eminem og

Lucid dreams - Juice WRLD

Jerusalema - Master KG ft. Nomcebo

Back in Black - AC/DC

Viðmælendur:

Lárey Valbjörnsdóttir, mamma Ingdísar Unu

Magnús Ragnarsson, pabbi Jakobs

Í þessari þáttaröð fáum við unga tónlistarspekinga til að segja okkur frá uppáhaldstónlistinni sinni, skemmtilegum sögum sem tengjast tónlist og taka viðtöl við eldri hlustendur. Hvað voru þau að hlusta á þegar þau voru 11, 12, 13 ára?

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.

Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.

Og hlustaðu nú!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Birt 9. desember 2020aðgengilegt á vef til 9. desember 2021

Þættir