Hlustaðu nú! – Hvað eru Lára Rún og Hallur Hrafn að hlusta á?

Í þessum þætti kynnumst við Láru Rún sem fór á frábæra tónleika með Dua Lipa í Kanada og Halli Hrafni sem elskar teiknimyndafígúrurnar í Gorillaz og býr til sögur útfrá lögunum þeirra.

Lára Rún Eggertsdóttir mælir með:

Space song - Beach House

Don't start now - Dua Lipa

Billie Eilish

Taylor Swift

Beyoncé

Pop Smoke

Hallur Hrafn Proppé mælir með:

Alright - Supergrass

Tranz - Gorillaz

Clint Eastwood - Gorillaz

Nirvana

Viðmælendur:

Eggert Gíslason, pabbi Láru Rúnar

Hulda Proppé, mamma Halls Hrafns

Í þessari þáttaröð fáum við unga tónlistarspekinga til að segja okkur frá uppáhaldstónlistinni sinni, skemmtilegum sögum sem tengjast tónlist og taka viðtöl við eldri hlustendur. Hvað voru þau að hlusta á þegar þau voru 11, 12, 13 ára?

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.

Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.

Og hlustaðu nú!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Birt 2. desember 2020aðgengilegt á vef til 2. desember 2021

Þættir