Í þessum þætti kynnumst við Önnu Signýju sem spilar á þverflautu og hlustar á Beyoncé í bílnum á leiðinni á fótboltamót og Elísabetu Láru sem hlustar á eldgamla tónlist í bland við nýja og á Spotify playlista fyrir öll tækifæri.
Anna Signý Sæmundsdóttir mælir með:
Footloose - úr kvikmyndinni Footloose
Love Songs - Kaash Paige
Plötunni Lemonade - Beyoncé
Rólegur kúreki - Bríet
Sturla Atlas
og fleiru...
Elísabet Lára Gunnarsdóttir mælir með:
Ok - The Wallows
Backyard Boys - Claire Rosinkranz
Travis Scott
The 1975
og fleiru...
Viðmælendur:
Berglind María Tómasdóttir, mamma Önnu Signýjar
Gunnar Lárus Hjálmarsson, pabbi Elísabetar Láru
Í þessari þáttaröð fáum við unga tónlistarspekinga til að segja okkur frá uppáhaldstónlistinni sinni, skemmtilegum sögum sem tengjast tónlist og taka viðtöl við eldri hlustendur. Hvað voru þau að hlusta á þegar þau voru 11, 12, 13 ára?
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.
Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.
Og hlustaðu nú!
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.