Hlustaðu nú! – Þjóðsögur um naglasúpu, tunglið og tónlist

Þetta er síðasti þjóðsöguþátturinn okkar, í bili! Við höfum nú veitt upp 25 sögur og ævintýri úr þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar.

Þjóðsögur þáttarins:

Naglasúpan (flökkusaga frá Evrópu)

Hvernig tunglið varð til (Indland)

Hvernig tónlistin barst til jarðarinnar (Mexíkó)

Leikraddir:

Arna Rún Gústafsdóttir

Eva Rún Þorgeirsdóttir

Hekla Egils

Jóhannes Ólafsson

Karl Pálsson

Mikael Emil Kaaber

Ragnar Eyþórsson

Sigyn Blöndal

Sturla Holm Skúlason

Þjóðsögusérfræðingur: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.

Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.

Og hlustaðu nú!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Birt 28. október 2020aðgengilegt á vef til 28. október 2021

Þættir