Hlustaðu nú! – Þjóðsögur um gullkamb, selfólk og banana í Brasilíu

Í þessum þætti og næstu þáttum á eftir köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar.

Þjóðsögur þáttarins:

Fjórar skónálar fyrir gullkamb (Ísland)

Kópakonan (Færeyjar)

Hvernig aparnir eignuðu sér bananann (Brasilía)

Leikraddir:

Vala Kristín Eiríksdóttir

Birkir Blær Ingólfsson

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.

Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.

Og hlustaðu nú!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Birt 2. september 2020aðgengilegt á vef til 2. september 2021

Þættir