Heimavist - MenntaRÚV – Sögur

Það er söguþema hjá okkur í dag og ætlum við að sækja innblástur úr stjörnunum og atburðum sem hafa gerst í raun og veru. Sögurnar á himninum eru ótalmargar og Sævar segir okkur nokkrar þeirra, svo heyrum við líka af tunglferðum okkar mannanna sem eru ævintýrum líkastar og geta svo sannarlega verið innblástur í sögurnar okkar.

Bergrún Íris og Davíð Stefánsson gefa okkur góð ráð og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands segir okkur frá Sæmundi á selnum.

Umsjónarmenn: Sigyn Blöndal og Sævar Helgi Bragason

Á meðan að samgöngubanni stendur þá verður Heimavistin á MenntaRÚV opin alla virka daga frá 09:00-11:00.

Umsjón: Sigyn Blöndal, Sævar Helgi Bragason og Hafsteinn Vilhelmsson.

https://www.menntaruv.is

Birt 27. apríl 2020aðgengilegt á vef til 27. apríl 2021

Þættir