Lokaþáttur
Þetta er seinasti þáttur Heimavistarinnar. Sigyn, Haffi og Sævar þakka fyrir sig á fjörugan og skemmtilegan hátt.
Í þættinum í dag er Íslandsþema. Við fræðumst um eldgos og jökla, heimsækjum Hrísey, Vestmannaeyjar og Dimmuborgir og skoðum steina sem geta svo sannarlega sagt okkur merkilega sögu ef við kunnum að lesa í þá.
Við förum í sögustund með forsetanum þar sem hann kynnir fyrir okkur sögu Bessastaða og þar kemur Snorri Sturluson við sögu en hann kemur líka við sögu þegar við kíkjum á Vopnafjörð og kynnum okkur landvættirnar okkar.
Umsjón:
Sigyn Blöndal og Sævar Helgi Bragason
Á meðan að samgöngubanni stendur þá verður Heimavistin á MenntaRÚV opin alla virka daga frá 09:00-11:00.
Umsjón: Sigyn Blöndal, Sævar Helgi Bragason og Hafsteinn Vilhelmsson.
https://www.menntaruv.is