Rætur – Vinnumarkaðurinn og flóttafólk

Við fjöllum um hvernig það er að vera útlendingur á íslenskum vinnumarkaði. Við hittum austurrískan afa sem býr til hundasúrusúpu á vorin, þegar súrurnar eru nýsprottnar. Svo rifjum við upp komu víetnamskra flóttamanna til Íslands. Fyrst komu rúmlega 30 manns árið 1979 og svo 60 manns á árunum 1990 og 1991.

Fróðlegur og skemmtilegur þáttur um fólk sem á rætur um allan heim, en hefur af ólíkum ástæðum sest að á Íslandi. Næstum því einn af hverjum tíu íbúum Íslands er af erlendum uppruna. Sumir komu hingað af því að þá langaði til þess, aðrir áttu fáa aðra kosti. Einhverjir ætluðu bara rétt aðeins að staldra við, en ílentust óvart á lítilli eyju í norðri. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.

Birt 24. janúar 2016aðgengilegt á vef til 15. desember 2021

Þættir