Já OK – Áramótabumban

Fjölnir og Villi mæta upp í stúdíó með fulla maga en tóma heila. Í þessum þætti verður offramboð af fróðleik, svona eins og í matarboðum í desember þar sem er offramboð af gómsætum réttum. Bertel Thorvaldsen og Edvard Eriksen, myndhöggvarar koma fyrir, því þrátt fyrir að vera Danir, eru þeir líka Íslendingar.

Fjallað verður um frídaga sem hafa verið teknir af okkur Íslendingum, og spurning hvort að danska ríkið ætti kannski að borga hverjum Íslendingi eitt ár af launum fyrir öll þessi frí sem voru tekin af okkur. Kjaftæðið flæðir alveg í gegnum þáttinn, enda síðasti séns til að bulla áður en árinu lýkur.

Við þökkum fyrir okkur á þessu ári, og hlökkum til að fræða og bulla meira á nýju ári.

Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?

Birt 30. desember 2020aðgengilegt á vef til 30. desember 2021

Þættir