Ævi – Efri ár

Í þessum þætti er fjallað um hin svokölluðu efri ár, en rannsóknir á hamingju Íslendinga sýna að fólk er aldrei hamingjusamara en einmitt á þessu æviskeiði. Og kannski ástæða til. Þarna geta margir litið stoltir um öxl, hallað sér aftur og notið ávaxtanna af öllu streðinu. Það er að segja, ef heilsan leyfir. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.

Íslensk þáttaröð sem fjallar um ævina frá upphafi til enda. Einblínt er á eitt æviskeið í einu og skoðað hvað hver kynslóð er að fást við. Sagðar eru sögur af fólki á öllum aldri og tekist á við stórar spurningar. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.

Birt 26. nóvember 2017aðgengilegt á vef til 31. janúar 2022

Þættir