Ævi – Unglingsár

Í þessum þætti er fjallað um unglingsárin. Hafa unglingar eitthvað breyst í tímans rás eða hefur umhverfið bara breyst? Unglingar, foreldrar þeirra, sérfræðingar, ömmur og aðrir velta fyrir sér unglingsárunum og áskorununum sem þeim fylgja. Og af hverju er maður boðinn velkominn í fullorðinna manna tölu þegar maður fermist? Er það ekki bara eitthvert algjört bull? Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.

Íslensk þáttaröð sem fjallar um ævina frá upphafi til enda. Einblínt er á eitt æviskeið í einu og skoðað hvað hver kynslóð er að fást við. Sagðar eru sögur af fólki á öllum aldri og tekist á við stórar spurningar. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.

Birt 29. október 2017aðgengilegt á vef til 31. janúar 2022

Þættir