Rætur – Siðir, saumó og sirkus

Við veltum fyrir okkur siðum, venjum og hjátrú fólks frá ólíkum löndum. Við förum í saumaklúbb erlendra kvenna sem í þeirra huga er svo miklu meira en saumaklúbbur. Við eldum afrískan mat með úganskri ömmu og heyrum sögu Lees Nelson, sirkusstjóra Sirkuss Íslands. Hann ætlaði sér aldrei að stoppa lengi á Íslandi en svo varð hann bara óvart ástfanginn af íslenskri konu - á skemmtistaðnum Sirkus.

Fróðlegur og skemmtilegur þáttur um fólk sem á rætur um allan heim, en hefur af ólíkum ástæðum sest að á Íslandi. Næstum því einn af hverjum tíu íbúum Íslands er af erlendum uppruna. Sumir komu hingað af því að þá langaði til þess, aðrir áttu fáa aðra kosti. Einhverjir ætluðu bara rétt aðeins að staldra við, en ílentust óvart á lítilli eyju í norðri. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.

Birt 17. janúar 2016aðgengilegt á vef til 15. desember 2021

Þættir