Bækur og staðir – Viðey

Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. Í þessum þætti fer hann út í Viðey og rifjar upp sögur þaðan frá fyrri tímum. Haldnar voru miklar veislur í Viðeyjarklaustri, elsta steinhúsi Reykjavíkur, og máttu kotbændur þá horfa upp á gleðina frá landi. Í kirkjugarðinum hvílir Gunnar Gunnarsson rithöfundur ásamt konu sinni, en hann dáði mjög Jón Arason sem vígði þarna jörðina. Í dag býr enginn í Viðey, en áður var þar þorp með fjörugu mannlífi. Skólahúsið eitt stendur þar enn innan um rústirnar. Í því dvaldi Steinn Steinarr um tíma, en sagt er að honum hafi ekki verið vært þar sökum draugagangs.

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Birt 14. september 2017aðgengilegt á vef til 25. júní 2021

Þættir