Ævi – Miður aldur

Í þessum þætti er fjallað um miðjan aldur. Af hverju er alltaf talað eins og það sé alveg glatað að vera miðaldra? Er þetta ekki einmitt aldurinn þar sem margir endurheimta frelsi og tíma - og fá rýmri fjárráð, eftir að hafa komið börnum til manns. Tíminn þar sem fólk er orðið uppfullt af reynslu og þekkingu; veit hvað það vill og hvað það getur? Er þetta mögulega besta tímabil ævinnar? Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.

Íslensk þáttaröð sem fjallar um ævina frá upphafi til enda. Einblínt er á eitt æviskeið í einu og skoðað hvað hver kynslóð er að fást við. Sagðar eru sögur af fólki á öllum aldri og tekist á við stórar spurningar. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.

Birt 19. nóvember 2017aðgengilegt á vef til 31. janúar 2022

Þættir