Ævi – Bernska

Í þessum þætti er fjallað um bernskuna. Hvað tekst maður á við á þessum tíma, bæði líkamlega og andlega? Hvað er best við það að vera barn? Og hvað er ekki eins gott? Þroskasálfræðingur og læknir útskýra þroska mannsins á fyrstu tólf árum ævinnar og við verðum vitni að fyrstu andartökunum í lífi splunkunýrrar manneskju. Ævin er hafin. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.

Íslensk þáttaröð sem fjallar um ævina frá upphafi til enda. Einblínt er á eitt æviskeið í einu og skoðað hvað hver kynslóð er að fást við. Sagðar eru sögur af fólki á öllum aldri og tekist á við stórar spurningar. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.

Birt 22. október 2017aðgengilegt á vef til 31. janúar 2022

Þættir